Enski boltinn

Aron Einar og félagar unnu fimmta heimasigurinn í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty
Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Cardiff City er nú aðeins þremur stigum frá sæti í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á tíu mönnum Reading í ensku b-deildinni í kvöld.

Þetta reyndist vera skelfilegt kvöld fyrir Alex Pearce, varnarmann Reading-liðsins. Hann skoraði fyrst sjálfsmark og fékk síðan rauða spjaldið og dæmt á sig vítaspyrnu sem skilaði Cardiff 2-0 forystu.

Peter Whittingham lagði fyrst upp sjálfsmark Alex Pearce á 20. mínútu og skoraði síðan seinna markið úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiksins. Michael Hector minnkaði muninn níu mínútum fyrir leikslok.

Aron Einar Gunnarsson lék allan tímann á miðju Cardiff-liðsins en velska liðið er núna í 11. sæti deildarinnar. Þetta var fimmti heimasigur liðsins í röð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×