Enski boltinn

Aron Einar framlengir samning sinn við Cardiff

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Einar er mjög vinsæll hjá Cardiff.
Aron Einar er mjög vinsæll hjá Cardiff. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við Cardiff um þrjú ár og verður hjá félagsins til 2018.

Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag, en Aron Einar gekk í raðir Cardiff fyrir fjórum árum síðan frá Coventry.

Aðeins tveir leikmenn í leikmannahópi Cardiff hafa verið lengur hjá liðinu í dag, en Aron á að baki 168 leiki fyrir liðið og skorað í þeim 18 mörk.

„Ég er mjög ánægður með að binda framtíð mína við Cardiff. Ég hef átt frábærar stundir á þessum fjórum árum og hlakka til að eiga margar fleiri,“ segir Aron í viðtali á heimasíðu Cardiff.

„Ég vil þakka stuðningsmönnunum fyrir stuðninginn og ég hlakka bara til að mæta með strákunum í á undirbúningstímabilið,“ segir Aron Einar Gunnarsson.

Aron er staddur á Íslandi, en hann mun væntanlega leiða íslenska liðið út á Laugardalsvöll þegar strákarnir okkar mæta Tékklandi í undankeppni EM 2016 föstudaginn 12. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×