Fótbolti

Aron Einar: Þetta var karakterssigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
„Þetta voru heldur betur sæt stig. Þetta var vinnsla,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kátur eftir sigurinn í kvöld.

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þetta eru sprækir gæir og sérstaklega framherjinn sem ég hef oft spilað við. Þeir spiluðu á hann og gerðu okkur erfitt fyrir. Við fengum þrjú stig og þetta var karaktersigur. Það þarf stundum að vinna leiki á ljótan hátt og við gerðum það svo sannarlega í dag.“

Íslenska liðið byrjaði leikinn rólega á meðan Kósóvar voru mjög ákafir. Það hreyfði ekkert við fyrirliðanum.

„Mér fannst við bregðast vel við þeirra leik í upphafi. Þeir fengu ekkert mörg færi í fyrri hálfleik en aðeins of margar sendingar samt fyrir markið. Það var mikilvægt að ná tveimur mörkum í fyrri hálfleik og við ætluðum að skora þriðja markið og gera út um leikinn. Það gerðist ekki og við urðum því að spýta í lófana og verjast eins og menn eins og við höfum gert svo vel margoft,“ segir Aron en andstæðingurinn kom honum ekki á óvart í kvöld.

„Við vitum alveg hvað þessir strákar geta. Þeir hafa greinilega fengið að heyra það í hálfleik og gerðu vel í síðari hálfleik. Hrós á þá.

„Þetta er stór sigur og gerir leikinn gegn Króatíu í sumar svo flottan. Við þurfum að spila betur þar samt. Það er alveg klárt mál. Þetta er mikilvægt upp á framhaldið. Það lögðu sig allir fram í kvöld og þessi vinnsla skilaði okkur þremur stigum í kvöld.“


Tengdar fréttir

Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma"

Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×