Lífið

Aron Can og Snapchat-Orri sameina krafta sína í epísku atriði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svakalegur tappi, hann Snapchat-Orri.
Svakalegur tappi, hann Snapchat-Orri.
Gamanþættirnir Steypustöðin hófu göngu sína á Stöð 2 fyrir um tveimur vikum en um er að ræða einskonar sketsaþætti.

Með aðalhlutverk fara Steindi Jr., Sverrir Þór Sverrisson, Saga Garðarsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Auðunn Blöndal og María Guðmundsdóttir.

Þættirnir hafa fengið góðar viðtökur og má greinilega sjá það á samfélagsmiðlinum Twitter en þar fer fram mikil umræða um þættina undir kassamerkinu #steypustöðin. Í síðasta þætti sló einn virkilega sérstakur karakter í gegn.

Það var hann Snapchat-Orri sem er ungabarn sem er að slá í gegn á Snapchat hér á Íslandi og er orðinn algjör stjarna. Foreldrar hans mæta í viðtal og tala um þessa mögnuðu lífsreynslu. Síðan fær Auðunn Blöndal að vera fluga á vegg þegar nýtt tónlistarmyndband með Orra er tekið upp.

Hér að neðan má sjá viðtal við foreldra Snapchat-Orra. Hér að neðan má sjá glænýtt tónlistarmyndband með stjörnunni





Fleiri fréttir

Sjá meira


×