Fótbolti

Aron byrjar á bekknum á generalprufu bandaríska landsliðsins í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson. Vísir/EPA
Bandaríska landsliðið í fótbolta spilar í nótt síðasta undirbúningsleik sinn fyrir Gullbikarinn þegar liðið mætir landsliði Gvatemala í Nashville í Tennessee-fylki.

Aron Jóhannsson er í hópi Jürgen Klinsmann á mótinu en byrjar á bekknum í kvöld. Jozy Altidore og Clint Dempsey byrja í framlínunni í leikkerfinu 4-4-2. Aron er í níunni og fær vonandi að koma inná í seinni hálfleiknum.

Aron Jóhannsson hefur spilað tólf landsleiki fyrir Bandaríkin og skorað í þeim þrjú mörk.

Bandaríska landsliðið hefur verið að gera góða hluti að undanförnu en liðið vann bæði Holland (4-3) og Þýskaland (2-1) í vináttulandsleikjum í Evrópu. Aron var í byrjunarliðinu í báðum leikjunum en bandaríska liðið skoraði fjögur af sex mörkum sínum eftir að hann var farinn af velli.

Bandaríska landsliðið hefur titil að verja í Gullbikarnum, sem er álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku. Fyrsti leikurinn er eftir fimm daga á móti Hondúras. Í riðli Bandaríkjamanna eru einnig Panama og Haíti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×