Enski boltinn

Aron á skotskónum í jafntefli Cardiff

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar í leik með Cardiff.
Aron Einar í leik með Cardiff. vísir/getty

Aron Einar Gunnarsson var á skotskónum fyrir Cardiff sem gerði 2-2 jafntefli við Burnley á heimavelli í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Aron kom Cardiff yfir eftir undirbúning Joe Ralls og Sean Morrison tvöfaldaði forystuna fyrir Cardiff á 64. mínútu.

Rouwen Hennings minnkaði muninn fyrir Burnley á 85. mínútu og Matthew Connolly varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark í uppbótartíma og lokatölur 2-2.

Cardiff er í tíunda sæti deildarinnar með 26 stig, en Burnley er í fimmta sætinu með 34 stig. Aron spilaði fyrstu 67. mínútur leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×