SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 16:45

Bjarki međ sex mörk í öruggum sigri

SPORT

Aron: Ţurfum ađ gíra okkur upp í algjöran djöfulgang

 
Handbolti
18:40 17. JANÚAR 2016
Aroni leiđ ekki vel á blađamannafundinum eftir leikinn.
Aroni leiđ ekki vel á blađamannafundinum eftir leikinn. VÍSIR/VALLI

„Við erum skrefi á eftir þeim í öllum okkar aðgerðum í vörninni,“ segir hundsvekktur þjálfari Íslands, Aron Kristjánsson.

„Við vissum alveg hvað þeir myndu bjóða upp á en gerum hvað eftir annað mistök í því sem við ætluðum að framkvæma. Við vorum hikandi og seinir. Vorum alltaf skrefinu á eftir og þeir refsa okkur fyrir það.“

Þrátt fyrir ýmsar tilraunir þá lagaðist varnarleikurinn ekki neitt. Hann versnaði bara.

„Þeir keyra seinni bylgjuna í bakið á okkur og við erum að mæta þeim allt of aftarlega. Við vorum að reyna að reka þá út en það gekk ekki upp. Svo náum við góðu forskoti en hendum því allt of auðveldlega frá okkur. Það var svolítið mikill æðibunugangur á okkur í hraðaupphlaupunum þá og hendum boltanum of auðveldlega frá okkur.“

Á meðan Aron beið eftir því að varnarleikurinn lagaðist þá skoruðu Hvít-Rússarnir auðveldlega.

„Menn voru hægir og of fáir boltar varðir. Það er rosalega erfitt að eiga við það þegar þeir skora svona auðveldlega,“ segir Aron en er þetta versta varnarframmistaða landsliðsins undir hans stjórn?

„Já, ég myndi segja það.“

Það verður væntanlega ekki mikið sofið hjá þjálfarateyminu í nótt. Nú þarf að undirbúa liðið enn betur fyrir lokaleik mótsins gegn Króatíu.

„Króatarnir munu sjá hvar við erum veikir fyrir og við verðum að gíra okkur upp fyrir algjöran djöfulgang í leiknum gegn þeim.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Aron: Ţurfum ađ gíra okkur upp í algjöran djöfulgang
Fara efst