Aron: Nú er ađ sýna ađ ţetta sé ekki kjaftćđi sem fólkiđ er ađ tala um

 
Handbolti
20:19 04. JANÚAR 2016
Aron Pálmarsson,
Aron Pálmarsson, VÍSIR/STEFÁN

„Ég er betra standi núna en fyrir síðustu stórmót," segir Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta. Hann segir að íslenska landsliðið ætli sér langt á Evrópumótinu í Póllandi.

Ísland mætir Portúgal í vináttulandsleik í Kaplakrika á miðvikudagskvöldið og leikur svo tvo landsleiki við Þjóðverja í Þýskalandi um næstu helgi.

Allir bestu leikmenn íslenska liðsins eru heilir heilsu. Einn besti leikmaður liðsins og enn besti handboltamaður heimsins, Aron Pálmarsson, segist vera í fínu standi.

„Það var smá vesen á mér fyrir síðasta mót og fyrir hin mótin var maður alltaf að glíma við hnévesen. Nú er ég búinn að fá kærkomið frí og það er minna álag á mér í vetur. Ég er í toppformi," sagði Aron Pálmarsson í viðtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Aron varð fyrir líkamsárás fyrir HM í Katar fyrir ári síðan og höfuðhögg á mótinu varð síðan til þess að hann gat ekki klárað mótið.  

Aron segir að það trufli sig ekki þegar talað sé um að frammistaða íslenska liðsins og árangur í Póllandi standi og falli með honum.

„Þetta er eitthvað sem maður er búinn að stefna að. Ég er ekki að fara að koksa eitthvað núna. Það er bara að taka þetta á bakið og stíga upp og sýna að þetta sé ekkert kjaftæði sem fólkið er að tala um," sagði Aron.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Aron: Nú er ađ sýna ađ ţetta sé ekki kjaftćđi sem fólkiđ er ađ tala um
Fara efst