Handbolti

Aron: Erfitt að segja Þóri tíðindin

Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. vísir/vilhelm
Hinn leikreyndi og öflugi hornamaður, Þórir Ólafsson, er ekki í æfingahópi landsliðsins fyrir HM. Hann hefur reynst liðinu afar vel í gegnum tíðina. Það kemur því nokkuð á óvart að hann sé skilinn eftir.

Sjá einnig:Æfingahópur Arons tilbúinn | Þórir úti í kuldanum

„Það var mjög erfitt að segja Þóri tíðindin. Virkilega erfitt. Hann er mikill keppnismaður og finnst eðlilega fúlt að vera ekki valinn," segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann segir vera komin tími á kynslóðaskipti.

„Arnór Þór Gunnarsson hefur leikið mjög vel úti í Þýskalandi og sömu sögu er að segja af Guðmundi Árna Ólafssyni í Danmörku. Svo erum við líka með Ásgeir Örn og Alexander sem geta leyst hornið."

Þó svo Þórir sé eðlilega ekkert mjög kátur með að vera ekki valinn er hann ekki í neinni fýlu.

„Hann er til taks og tilbúinn að stökkva inn ef eitthvað kemur fyrir. Það er gott að vita af því."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×