Viðskipti innlent

Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig

Sæunn Gísladóttir skrifar
Í auglýsingunni segir að mismunarstefna íslensku gjaldeyrishaftanna hindri að 30 þúsund störf skapist.
Í auglýsingunni segir að mismunarstefna íslensku gjaldeyrishaftanna hindri að 30 þúsund störf skapist. Vísir/Stefán
Iceland Watch, verkefni institute for liberty, birtir í dag heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu þar sem þeir gagnrýna harðlega hegðun Seðlabanka Íslands gagnvart erlendum fjárfestum. Iceland Watch hefur birt nokkrar svona auglýsingar undanfarna mánuði.

Í dag er birt stór mynd af Má Guðmundssyni , seðlabankastjóra, og varpað fram spurningunni hver greiði fyrir opinbera spillingu og mismununarreglur á Íslandi.

Auglýsingin sem birtist í Morgunblaðinu.Mynd/SG
Í auglýsingunni segir meðal annars að samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var af rannsóknarteymi í Bretlandi hindri mismunarstefna íslensku gjaldeyrishaftanna að 30 þúsund störf skapist og kosti þjóðina milli fimm til níu milljarða Bandaríkjadala í landsframleiðslu árlega. Það sé milli 15 til 27 þúsund bandaríkjadalir á hvern íslenskan ríkisborgara árlega, eða allt að rúmlega þrjár milljónir króna.

Í auglýsingunni er jafnframt fullyrt að verið sé að rannsaka innanhúss Sturlu Pálsson, háttsettan aðila Seðlabankans, vegna meintra innherjaupplýsingar. Sturla svari beint til Más Guðmundssonar, seðlabankastjóri og mun hafa haft aðgang að öllum þessum upplýsingum.

Þessi auglýsing hefur hlotið viðbrögð á netinu. Meðal annars ritar Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, á Facebook síðu sinni: „Þessi aðför að íslenskum hagsmunum er ólíðandi og hvað gengur þessum aðilum til?"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×