MIĐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ NÝJAST 07:00

Guardiola búinn ađ banna pizzur hjá Man City

SPORT

Arnţór Freyr í Stjörnuna

 
Körfubolti
19:41 09. JANÚAR 2016
Arnţór Freyr í leik međ Tindastól gegn ÍR í vetur.
Arnţór Freyr í leik međ Tindastól gegn ÍR í vetur. VÍSIR/VILHELM
Anton Ingi Leifsson skrifar

Arnþór Freyr Guðmundsson er genginn í raðir Stjörnunnar í Dominos-deild karla, en hann lék með Tindastól fyrri hluta deildarinnar. Hann fór svo þaðan vegna fjárhagsaðstæðna Tindastóls.

Arnþór er uppalinn í Fjölni, en hélt svo til Spánar þar sem hann spilaði áður en kom aftur til Fjölnis og spilaði með þeim í fyrra.

Sjá einnig: Arnþór yfirgefur Stólana „vegna fjárhagsaðstæðna“

„Þetta er frábær viðbót við leikmannahópinn og eykur breiddina í liðinu. Fyrsti leikur kappans í Stjörnubúningnum verður einmitt á móti fyrrverandi félögum sínum í Tindastól næsta föstudag," segir á Facebook-síðu Stjörnunnar.

Hann hefur skorað að meðaltali níu stig í síðustu sex leikjum, tekið tæp fjögur fráköst og gefið fimm stoðsendingar.

Hermann Hauksson spáði þessu einmitt í þættinum Körfuboltakvöld í gærkvöldi, en klippuna frá því má sjá hér.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Arnţór Freyr í Stjörnuna
Fara efst