LAUGARDAGUR 25. MARS NÝJAST 11:30

Ráđgjafi Trump rćddi viđ Tyrki um ađ koma Gulen til Tyrklands

FRÉTTIR

Arnór Ţór: "Yfirspiluđu okkur“

 
Handbolti
17:25 17. JANÚAR 2016
Arnór Ţór Gunnarsson var góđur í horninu í dag.
Arnór Ţór Gunnarsson var góđur í horninu í dag. VÍSIR/VALLI

„Mér líður ömurlega og það var leiðinlegt að klúðra síðasta skotinu hjá mér,“ segir Arnór Þór Gunnarsson í samtali við Henry Birgi Gunnarsson, íþróttafréttamann 365, eftir tapið gegn Hvít-Rússum á Evrópumótinu í handknattleik í dag en leikurinn fór 39-38.

„Við spiluðum ekki vörn í leiknum. Við erum að fá okkur 39 mörk í leiknum og þá er erfitt að fá eitthvað út úr leiknum.“

Arnóri fannst Björgvin Páll fínn í markinu í dag en liðið ekki að spila nægilega góða vörn fyrir framan h hann.

„Við töluðum um það fyrir leikinn að þetta yrði allt öðruvísi handbolti sem við værum að fara spila í dag en á föstudaginn. Hvítu-Rússarnir eru mun klókari en Norðmenn og bara yfirspiluðu okkur í dag,“ segir Arnór sem bendir samt sem áður á að sóknarleikurinn hafi verið góður hjá liðinu í dag.

„Að skora allan þennan fjölda af mörkum á að vera nóg til að vinna handboltaleik.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á TwitterFacebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Arnór Ţór: "Yfirspiluđu okkur“
Fara efst