SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR NÝJAST 09:00

Vinnur Stoke sjaldséđan sigur í London? | Myndband

SPORT

Arnór orđađur viđ Álaborg

 
Handbolti
11:50 06. FEBRÚAR 2016
Arnór í landsleik gegn Portúgal.
Arnór í landsleik gegn Portúgal. VÍSIR/ANTON
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason gæti verið á leið til danska liðsins Aalborg frá Saint-Raphael í Frakklandi.

Samkvæmt Twitter-síðunni Håndboldtransfer er Arnór í sigtinu hjá Aalborg sem er í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Í samtali við Vísi vildi Arnór ekki staðfesta þennan orðróm en hann sagðist vera í viðræðum við nokkur lið.

Arnór þekkir vel til í Danmörku en hann lék þar á árunum 2006-12, með FCK Håndbold og sem varð síðan að ofurliði AG Köbenhavn.

Arnór hefur verið í herbúðum Saint-Raphael frá árinu 2013. Liðinu hefur gengið vel í vetur og situr nú í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Paris Saint-Germain.

Norska ungstirnið Sander Sagosen er væntanlega á förum frá Aalborg og er Arnóri þá væntanlega ætlað að fylla hans skarð ef af félagskiptunum verður.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Arnór orđađur viđ Álaborg
Fara efst