Arnór og félagar fengu skell í Danmörku

 
Handbolti
18:24 14. FEBRÚAR 2016
Arnór Atlason.
Arnór Atlason. VÍSIR/EPA

Franska liðið St. Raphael sótti ekki gull í greipar danska liðsins Bjerringbro-Silkeborg í EHF-bikarnum í dag.

Bjerringbro vann öruggan sigur, 31-26, eftir að hafa verið þrem mörkum yfir í hálfleik, 15-12.

Arnór skoraði þrjú mörk úr sjö skotum í dag. Mads Christiansen var öflugastur í liði Bjerringbro með sjö mörk.

Þetta var fyrsti leikur liðanna í riðlakeppninni. Alls taka sextán lið þátt í riðlakeppninni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Arnór og félagar fengu skell í Danmörku
Fara efst