Handbolti

Arnór markahæstur í tapi Bergischer

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnór Þór Gunnarsson var öflugur í kvöld eins og oft áður.
Arnór Þór Gunnarsson var öflugur í kvöld eins og oft áður. vísir/eva björk
Bergischer tapaði með einu marki fyrir Friesenheim, 30-29, í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.

Arnór Þór Gunnarsson heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Bergischer, en hann skoraði sjö mörk í kvöld, þar af fjögur af vítalínunni og var með 88 prósent skotnýtingu.

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson stóð vaktina í marki Bergischer að vanda sem er fyrir nokkru búið að tryggja veru sína í deildinni annað árið í röð.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann, en staðan í hálfleik var 15-14 fyrir heimamenn í Friesenheim. Þeir náðu aldrei meira en tveggja marka forskoti í seinni hálfleik.

Sigurinn er heldur betur mikilvægur fyrir Friesenheim sem lyftir sér upp úr 18. sætinu með sigrinum og færist nær öruggu sæti, en liðið er í mikilli fallbaráttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×