Fótbolti

Arnór Ingvi eini Íslendingurinn á lista yfir þá bestu 50 í Svíþjóð

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Arnór Ingvi Traustason er að spila vel í Svíþjjóð.
Arnór Ingvi Traustason er að spila vel í Svíþjjóð. mynd/norrköping
Þrátt fyrir að aðeins tíu umferðir séu búnar í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur sænska blaðið Expressen tekið saman 50 bestu leikmennina hingað til.

Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason, leikmaður IFK Norrköping, er eini Íslendingurinn á listanum yfir þá 50 bestu, en hann hefur skorað þrjú mörk í níu leikjum til þessa. Hann er í 28. sæti listans.

„Þetta hefði getað byrjað betur þar sem meiðsli voru að hrjá Íslendinginn í byrjun móts. En hann er á skömmum tíma orðinn einn af uppáhaldsleikmönnum stuðningsmanna liðsins. Hann er sterkur, fljótur, sækir mikið maður á mann og skorar mörk,“ segir í umsögn um Arnór Ingva.

Alls spila Íslendingar í sjö af 16 liðum sænsku úrvalsdeildarinnar þar sem IFK Gautaborg er á toppnum með 25 stig.

Norðmaðurinn Magnus Wolff Eikrem, leikmaður Svíþjóðarmeistara Malmö, er besti leikmaður deildarinnar hingað til að mati Expressen.

Eikrem var áður í unglingaakademíu Manchester United áður en Ole Gunnar Solskjær tók hann með sér til Molde þar sem hann varð tvöfaldur Noregsmeistari.

Ole Gunnar tók Eikreim til Cardiff þar sem hann átti erfitt uppdráttar, en nú er Norðmaðurinn kominn aftur til Skandinavíu þar sem honum líður vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×