Handbolti

Arnór Atla hafði betur gegn Róberti

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnór Atlason skoraði tvö mörk í kvöld.
Arnór Atlason skoraði tvö mörk í kvöld. mynd/srhvb
Arnór Atlason og félagar hans í Saint Raphael gerðu sér lítið fyrir og unnu stórlið PSG, 32-21, í lokaleik annarrar umferðar frönsku 1. deildarinnar í handbolta í kvöld.

Róbert Gunnarsson og hans menn í PSG byrjuðu betur og komust í 10-7 í fyrri hálfleik, en heimamenn voru marki yfir í hálfleik, 15-14.

Saint Raphael bætti við forskotið og var þremur mörkum yfir, 30-27, þegar fimm mínútur voru til leiks loka.

Gestirnir skoruðu fimm mörk á móti tveimur á lokakaflanum, en það dugði ekki til og vann Saint Raphel frábæran sigur.

Arnór Atlason skoraði tvö mörk úr fjórum skotum fyrir heimamenn, en Róbert Gunnarsson komst ekki á blað. Hann lét verja frá sér í þrígang.

Saint Raphael er með tvö stig eftir tvo leiki líkt og PSG sem bæði hafa unnið einn leik og tapað einum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×