Fótbolti

Arnór á skotskónum þegar Hammarby fór upp í 2. sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór og félagar hafa aðeins tapað einum af fyrstu sex leikjum sínum í sænsku deildinni.
Arnór og félagar hafa aðeins tapað einum af fyrstu sex leikjum sínum í sænsku deildinni. vísir/getty
Arnór Smárason skoraði fjórða og síðasta mark Hammarby í 4-0 stórsigri á Athletic Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Þetta var annað mark Skagamannsins á tímabilinu en hann hefur einnig lagt upp eitt mark.

Arnór lék allan leikinn fyrir Hammarby líkt og Ögmundur Kristinsson og Birkir Már Sævarsson. Með sigrinum komst Hammarby upp í 2. sæti deildarinnar en liðið hefur aðeins tapað einum leik á tímabilinu.

Rúnar Alex Rúnarsson stóð í marki Nordsjælland sem beið lægri hlut fyrir Midtjylland, 3-1, í úrslitariðli dönsku úrvalsdeildarinnar.

Nordsjælland hefur nú tapað tveimur leikjum í röð eftir gott gengi þar á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×