Fótbolti

Arnór: Maradona sá besti

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Diego Maradona og Arnór Guðjohnsen.
Diego Maradona og Arnór Guðjohnsen. vísir/getty
Arnór Guðjohnsen, einn allra besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi, hefur kvaðið upp dóm sinn um hver sé besti knattspyrnumaður allra tíma.

Á Facebook-síðu sinni deilir Arnór myndbandi af flottum tilþrifum Argentínumannsins Diego Maradona og segir:

„Sorry, sá besti að mínu áliti. Gerði allt sjálfur, var aldrei umkringdur af frábærum meðspilurum eins og Pele og Messi.“

Arnór Borg Guðjohnsen, sonur Arnórs eldri, er ósammála föður sínum og segir Messi vera þann besta í svari við færslunni, en Arnór gefur lítið fyrir það.

Arnór skoraði 14 mörk í 73 landsleikjum á 18 ára landsliðsferli og spila með liðum á borð við Lokeren, Anderlecht, Bordeaux, og Örebro á farsælum atvinnumannaferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×