Viðskipti innlent

Árni tekur sæti Úlfars í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

Haraldur Guðmundsson skrifar
Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, og nýr stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, og nýr stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, hefur tekið sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þetta staðfestir Guðrún Hafsteinsdóttir, stjórnarformaður sjóðsins, í samtali við Vísi. Árni tekur sæti Úlfars Steindórssonar, forstjóra Toyota á Íslandi og stjórnarformanns Icelandair Group, sem sagði sig úr stjórn lífeyrissjóðsins þann 7. mars. 

„Samtök atvinnulífsins auglýsa eftir fólki í stjórnir og þarna vorum við að vinna eftir því nýja ferli. Við fengum óháðan mannauðsráðgjafa sem fór yfir allar umsóknir og Árni var metinn hæfur. Erla Kristinsdóttir verður varamaður hans en hún er sjálfstætt starfandi ráðgjafi,“ segir Guðrún í samtali við Vísi.

Aðalfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var haldinn síðasta þriðjudag. Þar var ekki tilkynnt um innkomu Árna í stjórn lífeyrissjóðsins. 


Tengdar fréttir

Reglurnar eiga ekki við um formann Icelandair

Nýr stjórnarformaður Icelandair er í stjórn LV tilnefndur af SA þótt reglur SA séu að þeir sem samtökin tilnefnir í lífeyrissjóði sitji ekki í stjórn félaga þar sem sjóðurinn beitir atkvæðisrétti í stjórnarkjöri.

Þrír stjórnarmenn hverfa á braut

„Stjórnarmönnum okkar, sem sitja i stjórnum lífeyrissjoðanna, voru ekki kynntar þessar reglur og það er bara handvömm okkar. Það verður að segjast eins og er,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður Samtaka atvinnulífsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×