Íslenski boltinn

Árni samdi við Lilleström til þriggja ára

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Árni og Torgeir Bjarmann eftir undirskriftina.
Árni og Torgeir Bjarmann eftir undirskriftina. mynd/lsk.no
Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, er genginn í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström. Fram kemur á heimasíðu norska félagsins að Árni skrifaði undir þriggja ára samning.

Árni skoraði tíu mörk fyrir Blika í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili og níu árið áður, en hann fékk fyrst tækifæri með liðinu í efstu deild árið 2011, þá 17 ára gamall.

Hann skoraði í heildina 27 mörk fyrir Breiðablik í deild og bikar í 68 leikjum. Þá á hann að baki fimm leiki fyrir U21 árs landslið Íslands og 20 yfir U19 og U17 ára landsliðin.

„Árni æfði með okkur í nóvember og heillaði okkur mikið,“ segir Torgeir Bjarmann, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lilleström.

Árni situr þessa stundina í flugvél á leið til Spánar þar sem hann hittir liðið í æfingabúðum þess á La Manga.

Hjá Lilleström verður Árni undir stjórn Rúnars Kristinssonar, fyrrverandi þjálfara KR, og þar hittir hann fyrir Finn Orra Margeirsson, fyrrverandi samherja sinn og fyrirliða Breiðabliks.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×