Innlent

Árni Páll sækist eftir endurkjöri sem formaður Samfylkingarinnar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason. Vísir/GVA
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hyggst sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins. Þetta mun tilkynnti hann á blaðamannafundi sem hófst í þinghúsinu núna klukkan 15.

Boðað hefur verið til landsfundar hjá Samfylkingunni þann 4. júní næstkomandi þar sem formannskjör fer fram. Á meðal annarra sem gefa kost á sér í kjörinu eru þingmennirnir Oddný Harðardóttir og Helgi Hjörvar auk Magnúsar Orra Schram, varaþingmanns. Í könnun sem Gallup gerði á dögunum kom fram að Oddný nýtur mest fylgis almennings í stöðu formanns Samfylkingarinnar.

Árni Páll segist ekki hafa íhugað endurkjör undanfarna mánuði. „Það verður auðvitað bara að koma í ljós hvernig fylgið liggur innan flokksins. Ég hef í sjálfu sér afskaplega lítið velt því fyrir mér og hef ekki verið að hugsa um endurkjör undanfarna mánuði. Ég hef gefið sviðið eftir og aðrir frambjóðendur hafa haft sviðið til að koma fram með sínar hugmyndir. Það er gott og flokknum til góðs,“ segir Árni Páll í samtali við Vísi.

„Nú legg ég bara mínar hugmyndir fram og ég vil tala fyrir þeim og rökstyðja það hvers vegna þær eru rétta leiðin áfram fyrir Samfylkinguna og fyrir þjóðina, og hvers vegna ég sé maðurinn til að vinna inn fylgi,“ bætir hann við.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×