Handbolti

Árni og Oddur markahæstir hjá sínum liðum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Árni í leik með Akureyri á sínum tíma.
Árni í leik með Akureyri á sínum tíma. vísir/getty
Það var nóg af íslenskum mörkum í þýsku B-deildinni í handbolta í dag, en margir íslenskir leikmenn spiluðu afar vel í umferðinni sem leið. Þrjú Íslendingarlið voru í eldlínunni og tvö báru sigur úr býtum.

EHV Aue átti í engum vandræðum með Empor Rostock, en Íslendingarliðið vann ellefu marka sigur 38-27. Þeir leiddu í hálfleik 17-14 og spýttu svo í lófana í þeim síðari og unnu ellefu marka sigur.

Árni Sigtryggsson skoraði átta mörk, en Bjarki Már Gunnarsson, Sigtryggur Rúnarsson og Hörður Sigþórsson bættu allir við tveimur mörkum.

Grosswallstadt tapaði á útivelli gegn Hensted-Ulzburg 25-20 eftir að hafa leitt í hálfleik 14-11. Fannar Þór Friðgeirsson skoraði eitt mark fyrir Grosswallstadt.

Emsdetten vann fjögurra marka sigur á Eintracht Baunatal, 33-29. Emsdetten var einnig yfir með fjórum mörkum í hálfleik, 19-15. Oddur Grétarsson skoraði sjö mörk fyrir Emsdetten, en Anton Rúnarsson skoraði fjögur og Ernir Arnarson þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×