Lífið

Árni Johnsen lagði í stæði fyrir fatlaða: „Það var rosa traffík þarna“

Atli Ísleifsson skrifar
Eitthvað virðist hafa verið af lausum stæðum á Olís-stöðinni.
Eitthvað virðist hafa verið af lausum stæðum á Olís-stöðinni. Mynd/Aðsent
„Ég hef ekki tekið eftir því. Það var rosa traffík þarna,“ segir Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, aðspurður um ljósmynd sem fréttastofa fékk senda sem sýnir bíl Árna í stæði fyrir fatlaða á bensínstöð Olís við Rauðavatn fyrr í dag.

Árni segir í samtali við Vísi að hann hafi tekið bensín, hlaupið inn og borgað á meðan bílnum hafi verið lagt fyrir utan. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að um stæði fyrir fatlaða hafi verið að ræða. „Ég tók ekki eftir því.“

Árni var fyrstur manna á Íslandi til að fá afhent einkanúmer á bíl. Hann fékk einkanúmerið ÍSLAND afhent í júní 1996.

Vísir/GVA

Tengdar fréttir

Terry lagði bílnum í stæði fyrir fatlaða

John Terry, fyrirliði Chelsea, sást yfirgefa Kebab-stað í Esher-hverfinu í Surrey um helgina þar sem hann hafði lagt bíl sínum í stæði fyrir fatlaða.

Forsetinn leggur þar sem honum sýnist

Í gær náðist mynd af glæsibifreið forseta Íslands við Háskólann þar sem hann var hálfur uppi á gangstétt og enginn í bílnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×