Íslenski boltinn

Árni gerir ekki atlögu að gullskónum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Valli
Blikinn Árni Vilhjálmsson fær ekki tækifæri til að tryggja sér gullskó Pepsi-deildar karla þegar lokaumferð tímabilsins fer fram um helgina.

Árni fékk sína fjórðu áminningu er Breiðablik tapaði fyrir Þór, 2-0, um helgina. Árni hefur skorað tíu mörk í ár og er næstmarkahæstur í deildinni ásamt Atla Guðnasyni og Gary Martin. Eyjamaðurinn Jonathan Glenn er markahæstur í deildinni með tólf mörk.

Fjölnir verður án Atla Más Þorbergssonar í lokaumferðinni er liðið mætir ÍBV. Atli Már fékk að líta rauða spjaldið gegn Fylki um helgina en Fjölnir getur enn fallið úr deildinni.

Eftirtaldir leikmenn voru úrskurðaðir í bann í dag:

Árni Vilhjálmsson, Breiðabliki

Atli Már Þorbergsson, Fjölni

Gunnar Þorsteinsson, ÍBV

Farid Zato, KR

Baldur Sigurðsson, KR

Halldór Smári Sigurðsson, Víkingi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×