LAUGARDAGUR 25. MARS NÝJAST 11:30

Ráđgjafi Trump rćddi viđ Tyrki um ađ koma Gulen til Tyrklands

FRÉTTIR

Árni Björn kominn í gírinn

 
Sport
14:00 12. FEBRÚAR 2016

Afreksknapinn Árni Björn Pálsson er farinn að láta til sín taka í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, en í gærkvöldi fór hann með sigur af hólmi í keppni í gæðingafimi á tölthryssunni Skímu frá Kvistum. Hlaut hann 8.31 í lokaeinkunn, sem er fádæma góður árangur í þessari keppnisgrein.

Hörkuspenna var til lokamínútunnar í keppninni, enda margar góðar sýningar, fjölbreytileiki mikill og fagmennska í fyrirrúmi.

Jakob Svavar Sigurðsson á Gloríu frá Skúfslæk sýndi frábæra takta og hafnaði í öðru sæti með einkunnina 7.92. Líklega kom ungi nýliðinn Ásmundur Ernir Snorrason sjálfum sér mest á óvart með því að næla sér í bronsið á fallega uppstilltum hesti sínum Speli frá Njarðvík, en þeir félagar hafa náð að stimpla sig inn í Meistaradeildina með stæl, og fóru út með 7.59 í lokaeinkunn í gæðingafiminni.

A-úrslit fóru þannig:
1. Árni Björn Pálsson Skíma frá Kvistum - 8.31
2. Jakob Svavar Sigurðsson Gloría frá Skúfslæk - 7.92
3. Ásmundur Ernir Snorrason Spölur frá Njarðvík - 7.59
4. Hulda Gústafsdóttir Askur frá Laugamýri - 7.45
5. Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum Gangmyllan- 7.29

Niðurstöðu úr forkeppni og staða í einstaklings- og liðakeppni má finna á meistaradeild.is.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Árni Björn kominn í gírinn
Fara efst