Enski boltinn

Arnesen skilur ekki innkaupastefnu Man. Utd

Arnar Björnsson skrifar
Frank Arnesen.
Frank Arnesen. vísir/getty
Frank Arnesen þekkir vel til í fótboltanum.  Hann er fyrrverandi landsliðsmaður Dana og hefur starfað sem íþróttastjóri hjá fimm fótboltaliðum, m.a. ensku liðunum Tottenham og  Chelsea.  

Arnesen er steinhissa á kaupum Manchester United. Hann segir að United hefði átt að kaupa varnarmenn.

„Johnny Evans, Phil Jones og Chris Smalling eru ágætir fótboltamenn sem og markvörðurinn David De Gea. En þeir eru ekki fullkomnir. United hefur á undanförnum mánuðum keypt marga leikmenn svo er þjálfarinn rekinn og nýr maður tekur við,“ segir Arnesen í samtali við Ekstrablaðið.   

Þá er hann hissa á að United hafi náð í Radamel Falcao rétt áður en félagaskiptaglugganum var lokað.

„Mónakó hefur væntanlega losað sig við hann til þess að brjóta ekki reglur Knattspyrnusambands Evrópu“.  

Arnesen segir að mörg lið kaupi ekki leikmenn fyrr en á síðustu stundu til þess að þurfa ekki að borga þeim laun í júlí og ágúst og þannig spara sér 150 þúsund punda vikulaun í þessa tvo mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×