Viðskipti innlent

Arndís nýr forstöðumaður Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar

Atli Ísleifsson skrifar
Arndís Guðmundsdóttir.
Arndís Guðmundsdóttir.
Arndís Guðmundsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar.

Í tilkynningu frá Sjálfsbjörg landssambandi fatlaðra kemur fram að Arndís sé með meistaragráðu í mannfræði og kynjafræðum. Hún þekki mjög vel til málefna fatlaðs fólks enda hafi hún áður starfað sem kynningar- og félagsmálafulltrúi Sjálfsbjargar.

„Þá hafði hún einnig gegnt störfum sem  fræðslufulltrúi bæði hjá Íslandspósti og Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. Síðustu fimm ár hefur hún verið búsett í Noregi þar sem hún var lektor við Bö vidadergaaende skole.  Arndís hefur jafnframt í gegnum árin kennt dans,  leikfimi, jóga, pilates og samskiptatækni.

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar hefur verið starfandi frá 2012 og annast miðstöðin upplýsingaöflun og miðlun upplýsinga um margvísleg málefni er tengjast hreyfihömluðu fólki og heldur úti öflugri upplýsingaveitu á vefsíðunni (www.thekkingarmidstodin.is) ásamt því að standa fyrir fræðslufundum og námskeiðahaldi,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×