Íslenski boltinn

Arnar og Bjarki ekki með ÍA í næsta leik

Elvar Geir Magnússon skrifar
Arnar Gunnlaugsson í leik með FH á dögunum.
Arnar Gunnlaugsson í leik með FH á dögunum.

Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru að taka við ÍA eins og fram hefur komið. Það er þó ljóst að þeir munu hvorki stýra né leika með liðinu í næsta leik sem er gegn FH, liðinu sem þeir eru að yfirgefa.

„Það að þeir séu á förum er mikill missir fyrir okkur. Þeir eru sómadrengir og topp fótboltamenn," sagði Pétur Stephensen, framkvæmdastjóri FH.

„Það var heiðursmannasamkomulag um að þeim yrði sleppt ef Skaginn vildi fá þá. Það er að vissu leyti leiðinlegt að næsti leikur okkar sé gegn ÍA en það er hluti af samkomulaginu að þeir stýri ÍA ekki gegn okkur og leiki ekki með þeim í leiknum."

ÍA og FH mætast á Skaganum næsta sunnudagskvöld. Fyrsti leikur Arnars og Bjarka með liðið verður því væntanlega Evrópuleikur gegn Honka Espoo þann 31. júlí. Skagamenn töpuðu fyrri leiknum 3-0.


Tengdar fréttir

Bjarni: Eitthvað þurfti að gera

„Það er ekki mitt að taka ákvörðun um þetta en ljóst er að eitthvað þurfti að gera," sagði Bjarni Guðjónsson, fyrirliði ÍA, um þjálfarabreytinguna hjá liðinu. Guðjón Þórðarson var látinn taka pokann sinn og Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru að taka við liðinu.

Guðjón Þórðarson rekinn frá ÍA

ÍA hefur fengið leyfi frá FH til að ræða við Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni um að taka við þjálfun liðsins. Guðjón Þórðarson hefur verið rekinn vegna dapurs árangurs á tímabilinu.

Guðjón: Kom mér ekki á óvart

Guðjón Þórðarson sagði í viðtali í hádegisfréttum á Stöð 2 að sú ákvörðun stjórnar ÍA að rifta samningi hans hafi ekki komið honum á óvart.

Bjarki: Þetta er mikil áskorun

Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru að taka við þjálfun ÍA. Þeir funda með Skagamönnum í hádeginu og það er fátt sem getur komið í veg fyrir að þeir taki við liðinu að sögn Bjarka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×