Íslenski boltinn

Arnar í Pepsi-mörkunum í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnar, lengst til hægri, verður aftur í settinu í sumar.
Arnar, lengst til hægri, verður aftur í settinu í sumar. Vísir
Arnar Gunnlaugsson mun halda áfram að starfa sem sérfræðingur í Pepsi-mörkunum sem sýndir verða á Stöð 2 Sport í sumar.

Þáttastjórnandinn Hörður Magnússon staðfesti þetta á Twitter-síðu sinni í dag en Arnar sló í gegn á sínu fyrsta ári í þættinum.

Sjá einnig: Arnar stimplar sig inn í Pepsimörkin með stæl

Að sögn Harðar eru viðræður í gangi við fleiri en þeir sem voru með honum í þættinum síðastliðið sumar voru Hjörvar Hafliðason, Hjörtur Hjartarson og Kristján Guðmundsson.

Arnar hefur einnig verður sérfræðingur í Messunni á Stöð 2 Sport í vetur og er því reglulegur gestur á heimilum knattspyrnuáhugamanna á landinu.

Nýtt tímabil í Pepsi-deild karla hefst 1. maí.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×