Viðskipti innlent

Arnar Geir og Sigrún til H:N

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Aðsend
Þau Arnar Geir Ómarsson og Sigrún Hreinsdóttir hafa verið ráðin til starfa hjá H:N Markaðssamskiptum. 400 manns sóttu um sex störf sem fyrirtækið auglýsti til umsóknar í síðasta mánuði.

„Arnar Geir og Sigrún bætast nú í ört stækkandi hóp starfsmanna H:N,“ segir Ingvi Jökull Logason, framkvæmdastjóri H:N Markaðssamskipta. „Það eiga fleiri eftir að  bætast í hópinn á allra næstu vikum enda eru skemmtilegir hlutir að gerast á markaðnum.“

Arnar Geir er hönnuður og hefur meðal annars starfað á Mættinum og Dýrðinni og Fíton, en auk þess rak hann sína eigin stofu, Helsinki, í nokkur ár. Hann lærði myndlist við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands og tók meistarapróf í myndlist frá Háskólanum í Barcelona.

Þar að auki spilar Arnar á trommur og hefur spilað með Ham og Apparat Organ Quartet.

Sigrún Hreinsdóttir er þrívíddarhönnuður og lærði bæði myndskreytingu í MTM Animation School og stafræna hreyfimyndagerð í Centennial College í Toronto í Kanada. Hún hefur starfað hjá Intelligengt Creatures í Kanada, Miðstræti og Sítrus.


Tengdar fréttir

400 sóttu um sex störf

„Viðbrögðin við auglýsingunum fóru fram úr okkar björtustu vonum,“ Ingvi Jökull Logason, framkvæmdastjóri H:N Markaðssamskipta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×