Handbolti

Arnar Freyr og Hákon Daði í liði mótsins á Evrópumótinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar fagnar sigrinum á Svíþjóð, en Brynja Traustadóttir tók myndina.
Arnar fagnar sigrinum á Svíþjóð, en Brynja Traustadóttir tók myndina. vísir/brynja traustadóttir
Arnar Freyr Arnarsson og Hákon Daði Styrmisson voru valdir í lið mótsins á opna Evrópumótinu skipað leikmönnum nítján ára og yngri sem fram fór í Gautaborg í vikunni.

Ísland gerði frábæra hluti á mótinu, en Ísland varð meistari eftir sigur á Svíþjóð í úrslitaleiknum 31-29. Tveir Íslendingar voru valdir í lið mótsins.

Sjá einnig: Hlynur: Vissum hvað við þyrftum að gera fyrir þau

Arnar Freyr Arnarsson, leikmaður Fram, var valinn besti línumaður mótsins og hornamaðurinn skemmtilegi úr Eyjum, Hákon Daði Styrmisson, var valinn besti hornarmaðurinn.

Markahæstur íslensku piltanna var Ómar Ingi Magnússon úr Val, en þetta er í fyrsta skipti sem Ísland stendur uppi sem sigurvegari á mótinu.

Nánar verður fjallað um árangur drengjanna í Fréttablaðinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×