Handbolti

Arnar Freyr: Gömlu kallarnir eru líka fyndnir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hinn ungi og sterki Arnar Freyr Arnarsson hefur minnt á sig á sínu fyrsa stórmóti og sýnt á köflum hvers hann er megnugur. Flottur strákur sem á framtíðina fyrir sér.

„Lífið í landsliðinu er mjög skemmtilegt og góð stemning innan hópsins. Það eru algjörir meistarar í þessum hópi. Þetta er búið að vera æðislegt,“ sagði Arnar á fjölmiðlahittingi landsliðsins í dag.

„Þessir gömlu karlar eru líka fyndnir og með húmor. Þetta er búið að koma mjög á óvart og verið skemmtilegt.“

Eins og áður segir hefur Arnar heillað marga á köflum en hvað segir hann sjálfur um sína spilamennsku.

„Bara svona upp og niður. Ég náði góðum leik gegn Spánverjum en ég hefði viljað gera meira í síðustu leikjum. Þetta er langt mót og ég er ungur að árum,“ segir Arnar en hvað með Makedóníuleikinn á  morgun?

„Krefjandi verkefni gegn mjög góðu liði. Þeir spila sjö á sex sem er svolítið öðruvísi. Það krefst meiri einbeitingar og vilja.“

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Frábær lokakafli bjargaði skylduverkinu

Strákarnir okkar eru búnir að vinna sinn fyrsta leik á HM í Frakklandi. Þeir unnu fjórtán marka skyldusigur, 33-19, gegn Angóla. Þrátt fyrir dapran síðari hálfleik náði liðið að búa til forskotið undir lokin.

Geir: Allt galopið í báða enda

Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að þeir sem glími við meiðsli verði til í slaginn gegn Makedóníu annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×