Tónlist

Arnar Eggert kemur út úr skápnum sem Creed aðdáandi: „Ég óttast ekki útskúfun samfélagsins lengur“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arnar fílar Creed.
Arnar fílar Creed.
„Ég læt ekki spíral þagnarinnar hefta mig lengur,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen, einn helsti tónlistarsérfræðingur þjóðarinnar, á Facebook og deilir í leiðinni laginu My Own Prison með hljómsveitinni Creed.

„Ég óttast ekki útskúfun samfélagsins lengur. Ég ber mér á brjóst, til fjandans með afleiðingarnar, og hrópa: ÉG FÍLA ÞETTA LAG!!!“

Arnar hefur komið út úr skápnum sem aðdáandi Creed en það hefur stundum verið talið nokkuð hallærislegt að hlusta á rokksveitina Creed. Kannski eru breyttir tímar framundan.

Creed var stofnuð árið 1993 og var starfandi til ársins 2012 með hléum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×