Enski boltinn

Arnar: Rússíbanareið að halda með Arsenal

Kristinn Páll Teitsson skrifar
„Þetta vannst á fyrstu 20. mínútum leiksins. Arsenal keyrði einfaldlega yfir þá og Manchester United réði ekkert við hraðabreytingarnar í fremstu línu hjá Arsenal,“ sagði Arnar Gunnlaugsson um leik Arsenal og Manchester United um helgina.

„Özil, Sanchez og Walcott voru frábærir í leiknum. Samvinnan, hreyfingin með- og án boltans, það var stórkostlegt að horfa á þetta. Það hlýtur að vera rússíbanareið að halda með Arsenal miðað við spilamennskuna gegn Olympiacos og gegn Manchester United.“

Hjörvar Hafliðason, Arnar og Ólafur Páll Snorrason gerðu upp 8. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í Messunni í gær og ræddu meðal annars stórleik helgarinnar þegar Arsenal tók á móti Manchester United.

„Það var eins og leikmenn Manchester United hafi ekki búist við því að leikmenn Arsenal myndi pressa þá jafn mikið og í leiknum. Arsenal fékk færi til þess að klára leikinn almennilega og þegar þú ert 3-0 yfir eftir 19. mínútur ertu í dauðafæri að slátra andstæðingnum,“ sagði Ólafur.

Umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þeir skouðuðu öll mörk Arsenal í leiknum ásamt því að ræða varnarlínu Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×