Íslenski boltinn

Arnar: Hegðun Hermanns óásættanleg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hegðun Hermanns Hreiðarssonar var til umræðu í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í gær en sem kunnugt er tók Hermann, sem er þjálfari Fylkis, stjórnarmann ÍBV hálstaki eftir leik liðanna á föstudag.

„Þetta eru ekki góðar myndir fyrir Hermann. Þetta eru óásættanleg hegðun að mínu viti,“ sagði Arnar í þættinum í gær.

„Það er gott að vera með skap. Hemmi er góður karakter sem lífgar upp á deildina en við höfum séð þetta einu sinni of oft.“

Arnar vill að aganefnd KSÍ taki málið upp en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti við Vísi í morgun að málið væri til skoðunar hjá henni.

„Ef við myndum sjá þessar myndir í enska boltanum þá yrði tekið á þessu strax þar. Fyrir mér er þessi hegðun óásættanleg.“

Hermann sagði í viðtali í Akraborginni í gær að svona heilsuðust menn stundum í Eyjum en Ólafur benti á að nú væri hann þjálfari Fylkis í Árbænum.

„Þar er ekki tekið svona á málum. En þetta er nú orðið að innanbúðarmáli hjá Fylki,“ sagði Ólafur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×