Enski boltinn

Arnar: Gylfi Þór var lengi að ná sér eftir að koma Íslandi á EM

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Swansea 1-0 sigur á Norwich í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi en markið færði velska liðið níu stigum frá fallsvæðinu.

Gylfi er búinn að vera magnaður á nýju ári og skora sex mörk. Hann er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu ásamt Andre Ayee með átta mörk.

Sjá einnig:Gylfi getur vel spilað með fjórum bestu liðum Englands

„Gylfi hefur verið mjög drjúgur undanfarið. Hann er að spila svipað og alltaf en mörkin eru að skila sér. Þegar miðjumenn eru að skora og leggja upp mörk eru þeir ómetanlegir,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í Messunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi.

Hjörvar Hafliðason, Messustjóri, sagði Gylfa vera einfaldlega einn besta leikmann úrvalsdeildarinnar á nýju ári en velti upp þeirri spurningu hver væri munurinn á honum fyrir og eftir áramót.

Sjá einnig:Gylfi Þór sagður ein helsta ástæða þess að Swansea mun halda sér uppi

„Það fór mikil orka í að koma Íslandi á EM. Það var smá spennufall eftir það fannst manni og Gylfi var lengi að ná sér eftir það,“ sagði Arnar og Þorvaldur Örlygsson bætti við:

„Það var ekki bara Gylfi heldur kom þetta líka fyrir hjá leikmönnum Wales og fleirum. Það fór mikil orka í þetta hjá þessum leikmönnum. Þeir voru bara lélegir í byrjun móts og náðu sér ekki á strik,“ sagði

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Viðurkenna ekki stoðsendinguna hans Gylfa á móti Arsenal

Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið maðurinn á bak við tvö sigurmörk Swansea á síðustu fjórum dögum en velska liðið fór langt með að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni með sigurleikjum á móti Arsenal og Norwich.

Gylfi getur vel spilað með fjórum bestu liðum Englands

Gylfi Þór Sigurðsson er í miklum ham í ensku úrvalsdeildinni á EM-árinu 2016. Hann skoraði sitt sjötta mark á árinu um helgina og hefur nú aldrei skorað meira í ensku úrvalsdeildinni. EM-árið er hans ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×