Handbolti

Arnar: Alltaf einhverjir sem vilja eigna sér það sem við erum að gera

Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar
Arnar alveg poll rólegur á hliðarlínunni í kvöld.
Arnar alveg poll rólegur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/valli
Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, var gífurlega sáttur með karakter sinna manna er liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í handbolta eftir dramatík gegn Fram í Safamýrinni.

„Við vorum ekkert sérstakir, og vorum bara frekar slakir í fyrri hálfleik. Þvílíkur karakter hérna í lokinn og viljinn að snúa þessu við og klára þetta,” sagði Arnar í leikslok.

„Framararnir eru góðir og pressulausir, og á móti okkar vörn er voða gott að vera pressulaus. taka þessar sendingar sem þú þorir ekki út í þegar það er pressa á þér. Framarar nutu þess í dag að spila.”

„Það er alltaf pressa á okkur, alltaf einhverjir sem vilja eigna sér það sem við erum að gera. Við bara lifum við þetta og skilum þessu heim þegar það gerist. Þurfum ekkert að spá í neinu öðru.”

„Við erum búnir að vera í meiðslum. Ég held það séu þrír leikir þar sem ég hef getað stillt upp öllu liðinu mínu. Ég er bara stoltur af strákunum og allra umgjörðinni, stjórnni og bara öllum sem eru í kringum okkur að hafa klárað þennann titil, hann er erfiður, þetta er langt mót og margir leikir. Ég er hrikalega stoltur.”

Róbert Aron Hostert og Theodór Sigurbjörnsson eru enn á meiðslalistanum og það er ljóst að Róbert gæti verið frá lengur en reiknað var með.

„Robbi kom ekkert alltof vel útur þessari skoðun í dag og ég veit ekki hvort að tímabilið sem bara búið hjá honum. Tveir af fimm bestu leikmönnum deildarinnar, að mínu mati, voru ekki með í dag en við kláruðum þetta.”

ÍBV er nú á leid í Evrópukeppnina þar sem liðið mætir Krasnodar. Liðið ferðast frá Keflavík í fyrramálið og við tekur heljarinnar ferðalag.

„Helsinki á morgun, Moskva á föstudaignn, Krasnod­ar á laugardaginn og leikur á sunnudaginn, svo bara beint heim til Eyja á mánudaginn. Þetta er bara erfitt verkefni framundan.

„Við förum í úrslitakeppnina til að fara alla leið og klára hana að sjálfsögðu en guð minn góður hvað það er langt í það. Við byrjum á Rússlandi,” sagði Arnar léttur í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×