Viðskipti innlent

Arnaldur Indriðason á 760 milljónir króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Arnaldur Indriðason.
Arnaldur Indriðason.
Gilhagi, eignarhaldsfélag Arnaldar Indriðasonar, hagnaðist um tæplega 107 milljónir króna í fyrra. Það er um 14 milljónum krónum minna en árið á undan. Eignir félagsins í lok síðasta árs námu 760 milljónum króna, samkvæmt samandregnum ársreikningi. Hafa þær aukist um hundrað milljónir á einu ári. Skuldirnar nema tæplega 25 milljónum.

Arnaldur Indriðason hefur skrifað 20 bækur, þar af eru fimmtán þeirra sem fjalla um rannsóknarlögreglumanninn Erlend Sveinsson. Hann var að auki meðhöfundur að handriti myndarinnar Reykjavík-Rotterdam. Bækur hans hafa selst um allan heim og má segja að Arnaldur sé langþekktasti núlifandi íslenski rithöfundurinn.

Arnaldur fékk í fyrra sérstaka heiðursviðurkenningu á Íslensku útflutningsverðlaununum. Sú viðurkenning er veitt einstaklingi sem þykir með starfi sínu hafa borið hróður Íslands víða um heim og stuðlað að jákvæðu umtali um land og þjóð. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×