Sport

Arna Stefanía kom fyrst í mark í Finnlandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arna Stefanía byrjar árið 2017 vel.
Arna Stefanía byrjar árið 2017 vel. vísir/hanna
FH-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir hrósaði sigri í 400 metra hlaupi á Norðurlandamótinu innanhúss sem fer fram í Tampare í Finnlandi.

Arna Stefanía kom í mark á 54,21 sekúndu og var efst í sínum riðli. Enginn í seinni riðlinum náði að bæta árangur Örnu Stefaníu. Viivi Lehikoinen frá Finnlandi var með næstbesta tímann, 54,56 sekúndur.

Arna Stefanía byrjar árið 2017 af krafti en hún setti mótsmet í 400 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum um síðustu helgi. Í leiðinni tryggði hún sér þátttökurétt á EM í Belgrad 3.-5. mars næstkomandi.

Sameiginlegt lið Íslands og Danmerkur náði 2. sæti í 4x300 metra hlaupi á NM innanhúss í dag.

Ívar Kristinn Jasonarson og Trausti Stefánsson voru fulltrúar Íslands í liðinu. Dansk/íslenska liðið hjóp á 2:16,24 mínútum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×