Sport

Arna Stefanía: Meinti ekkert slæmt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Stefán
Arna Stefanía Guðmundsdóttir, frjálsíþróttakona í FH, segist vilja taka það skýrt fram að ummæli hennar í Fréttablaðinu í morgun hafi ekki átt að vera niðrandi í garð þeldökkra hlaupara.

Arna hefur verið ein besta fjölþrautarkona Íslands síðustu ár þrátt fyrir ungan aldur en ákvað nýverið að skipta um áherslur og einbeita sér fremur að spretthlaupum.

„Það segir sig sjálft að það er erfitt að vera hvít kona í spretthlaupum en það er hægt. En tilfellið er einfaldlega að mér finnst mun skemmtilegra að hlaupa,“ sagði hún í áðurnefndu viðtali.

Arna Stefanía vildi leggja áherslu á að með þessum ummælum hafi hún einvörðungu verið að vísa til þess að gríðarleg alþjóðleg samkeppni ríkir í spretthlaupum og að þar hafi þeldökkir hlauparar haft mikla yfirburði síðustu áratugina.

„Ég meinti ekkert illt með þessum ummælum og var frekar að hrósa árangri þessa góða íþróttafólks sem hefur skarað fram úr í spretthlaupum á heimsvísu undanfarin ár,“ segir hún.


Tengdar fréttir

Arna Stefanía: Það er erfitt að vera hvít kona í spretthlaupum

Arna Stefanía Guðmundsdóttir ætlar að gerbreyta um stefnu á frjálsíþróttaferlinum. Hún hefur snúið baki við fjölþrautinni í bili og yfirgefið uppeldisfélagið sitt, ÍR. Hún mun nú einbeita sér að hlaupagreinum í FH og stefnir á að keppa á EM 22 ára yngri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×