SUNNUDAGUR 31. JÚLÍ NÝJAST 23:41

Ný löggjöf neyđir fólk til ađ plćgja akra Venesúela

FRÉTTIR

Ármenningar bikarmeistarar í karla og kvennaflokki

 
Sport
17:54 12. MARS 2016
Bikarmeistarar karla og kvenna.
Bikarmeistarar karla og kvenna.

Bikarmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í dag eftir æsispennandi keppni í bæði kvenna- og karla keppninni.

Í kvennakeppninni börðust þrjú félög um titilinn og var það ekki fyrr en í lokaumferðinni sem Ármann tillti sér á toppinn og tryggði sér bikarmeistaratitilinn annan árið í röð. Í öðru sæti var fimleikafélagið Björk en langt er síðan félagið hefur átt lið í verðlaunasæti í frjálsum æfingum. Í þriðja sæti hafnaði svo Gerpla.

Í karlakeppninni stóð baráttan sem fyrr á milli Gerplu og Ármanns og fór svo að Ármenningar vörðu titilinn nokkuð örugglega en Fimleikafélagið Björk hafnaði í þriðja sæti. Helstu fréttir úr karlakeppninni eru einmitt þær að það voru þrjú lið í karlakeppninni en það hefur ekki gerst svo lengi sem elstu menn muna og því ljóst að fjölgun drengja í greininni er farin að skila sér upp í keppni þeirra bestu.

Í kvennakeppninni var Gerpla í fyrsta sæti fyrir lokaumferðina, Björk í öðru sæti og Ármann í því þriðja.  Gerpla átti þó erfiðasta áhaldið eftir og því líklegt að það yrði annaðhvort Björk eða Ármann sem hampaði titlinum í lok dag.  Lokaáhaldið hjá Ármanni var gólf, þar stigu þær varla feilspor á meðan Bjarkarstelpur voru með nokkur dýr mistök á sínu lokaáhaldi, slá og fór svo að Ármann komst upp fyrir bæði Björk og Gerplu og tryggði sér titilinn.

Irina Sazonova og Dominiqa Beláni í lið Ármanns áttu mjög gott mót og eru að öðrum ólöstuðum lykilkonur í sigri Ármanns. Norma Dögg Róbertsdóttir, landsliðskona úr Björk var fjarri góðu gamni í dag vegna meiðsla og fann liðið fyrir því en Margrét Lea Kristinsdóttir, sem enn er í unglingaflokki, kom á óvart og varð þriðja stigahæst allra keppenda í kvennaflokki í dag. Agnes Suto, sem tók fimleikabolinn úr hillunni eftir tveggja ára hlé til að aðstoða sitt gamla félag í baráttunni, átti gríðarlega gott mót og varð stigahæst í Gerpluliðinu.

Hjá strákunum munaði mest um Jón Sigurð Gunnarsson úr Ármanni en hafði nokkra yfirburði í karlakeppninni en Ármenningar nutu einnig góðs af því að Sigurður Andrés Sigurðarson, fyrrum landsliðsmaður, tók fimleikabolinn úr hillunni.  Gerplustrákarnir söknuðu Eyþórs Baldurssonar en Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu varð annar í stigakeppninni en hann keppir enn í unglingaflokki.  Fimleikafélagið Björk, var í fyrsta skipti í sögu félagsins með lið í frjálsum æfingum í bikarkeppni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Ármenningar bikarmeistarar í karla og kvennaflokki
Fara efst