Viðskipti innlent

Ármann Þorvaldsson ráðinn til Virðingar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Singer & Friedlander, er orðinn starfsmaður Virðingar.
Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Singer & Friedlander, er orðinn starfsmaður Virðingar.
Ármann Þorvaldsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Virðingar. Í tilkynningu segir að Ármann muni í upphafi einkum einbeita sér að uppbyggingu og öflun verkefna á sviði fyrirtækjaráðgjafar. Hann mun jafnframt koma að enn frekari uppbyggingu félagsins og tekjuöflun á öllum sviðum.

Ármann hefur áralanga reynslu á sviði fjármálamarkaða. Hann útskrifaðist með MBA frá Boston University árið 1994 og er með BA gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Ármann var framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings frá árinu 1997 til ársins 2005 og framkvæmdastjóri Kaupþings Singer & Friedlander í Bretlandi frá 2005 til ársins 2008. Hann hefur á undanförnum árum starfað sem framkvæmdastjóri hjá fasteignalánafélaginu Ortus Secured Finance í London, en verður nú stjórnarformaður þess félags.

Þá hefur Margit Robertet verið ráðin framkvæmdastjóri framtakssjóða Virðingar. Þar eru reknir tveir framtakssjóðir (e. Private equity), Auður I og Edda. Auður I á eignarhluti í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni, Já.is, 365, Íslenska gámafélaginu, Yggdrasil og Gagnavörslunni. Edda hefur fjárfest í þremur félögum; Securitas, Domino´s pizza og Íslandshótelum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×