Fótbolti

Ármann Smári: Ekki gleyma því að Ísland er ósigrað á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ármann Smári fagnar sínu eina landsliðsmarki, gegn Norður-Írlandi á Laugardalsvellinum 2007.
Ármann Smári fagnar sínu eina landsliðsmarki, gegn Norður-Írlandi á Laugardalsvellinum 2007. vísir/anton
Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA í Pepsi-deildinni, segir að pressan sé öll á Englandi fyrir leikinn gegn Íslandi í Nice í 16-liða úrslitum EM 2016 í kvöld. Þetta segir hann í samtali við heimasíðu Hartepool United sem hann lék með á árunum 2009-11.

„Hér á Íslandi hlakka allir til leiksins. Það eru allir að tala um þetta enda er þetta stærsti leikur sem íslenska landsliðið hefur spilað,“ segir Ármann Smári sem skoraði þrjú mörk í 41 leik fyrir Hartlepool.

Sjá einnig: Alan Shearer: Tap fyrir Íslandi yrði mesta niðurlæging í sögu enska landsliðsins

Miðvörðurinn sterki segir að íslenska liðið hafi allt að vinna en engu að tapa í leiknum í kvöld.

„Ísland hefur allt að vinna. Í hugum stuðningsmannanna hafa leikmennirnir þegar unnið,“ segir Ármann Smári.

„Það er draumur fyrir marga af íslensku leikmönnunum að mæta Englandi því enska úrvalsdeildin er svo stór hér á landi og allir eiga sitt uppáhalds lið. Það gerir leikinn enn sérstakari.“

Ármann Smári segir að íslenska liðið muni eflaust vera í vörn meirihlutann af leiknum í kvöld en reyni að koma Englendingum á óvart með skyndisóknum. Hann er bjartsýnn á góð úrslit.

„Við þurfum að spila frábærlega (og smá heppni) til að eiga möguleika í þessum leik en ég er þess fullviss að íslensku leikmennirnir eru ekki orðnir saddir. Það má heldur ekki gleyma því að Ísland er enn ósigrað á EM svo ég óska enska liðinu góðs gengis fyrir leikinn,“ segir Ármann Smári sem lék sex landsleiki fyrir Ísland á sínum tíma.


Tengdar fréttir

Nú mega lömbin sparka

England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti.

EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England?

Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum.

Eggert: Við vinnum England í vító

Eggert Magnússon, fyrrum formaður KSÍ, hefur verið kaffærður með hamingjuóskum eftir velgengni íslenska liðsins á EM.

Lið framtíðarinnar í vandræðum

Þrjátíu ár af sárindum var sungið í laginu Three Lions (Football's Coming Home) þegar það var samið fyrir EM 1996 sem haldið var á Englandi. Þar tapaði liðið í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum gegn Þýskalandi sem jók á sársaukann. Tuttugu ár eru liðin og enska liðið þekkir ekkert nema sárindi á stórmótum. Svo mikinn að í dag er textinn "No more years of hurt“.

EM í dag: Nice í Nice

Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×