Viðskipti innlent

Arion banki greiðir niður skuldabréf um 31 milljarð

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Arion banki Smáraútibú í Kópavogi.
Arion banki Smáraútibú í Kópavogi. Vísir/Aðsend
Arion banki mun greiða niður skuldabréf um 252.697.000 Bandaríkjadali föstudaginn 6. maí, auk áfallinna vaxta, eða sem nemur um 31 milljarði íslenskra króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum.

„Skuldabréfið nam 747.481.000 Bandaríkjadölum (97 milljarðar kr.) þegar það var gefið út í upphafi árs. Skuldabréfið er í eigu Kaupþings og var útgáfa þess liður í aðgerðum sem snéru að afnámi fjármagnshafta,“ segir í tilkynningunni.

„Greiðslan er í samræmi við ákvæði skuldabréfsins sem kveða á um að Arion banki skuli greiða inn á bréfið gefi bankinn út skuldabréf í erlendri mynt eins og gert var þann 26. apríl þegar Arion banki gaf út skuldabréf að upphæð 300 milljónir evra.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×