Erlent

Argir farþegar ráku fyrrverandi ráðamann úr flugvélinni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Malik Shahab gegndi embætti innanríkisráðherra á árunum 2008 til 2013.
Malik Shahab gegndi embætti innanríkisráðherra á árunum 2008 til 2013. MYND/SAMSETT
Fyrrverandi innanríkisráðherra Pakistan var meinaður aðgangur að flugvél á dögunum eftir að argir farþegar vélarinnar sökuðum hann um að seinka fluginu um tvær klukkustundir. Myndbönd af atvikinu hafa fengið töluverða dreifingu eftir að þau skutu upp kollinum í liðinni viku.

Flugið sem um ræðir, PK-370, átti að taka af stað frá alþjóðaflugvellinum í Karachi klukkan 19:00 og var stefnan sett á höfuðborgina Islamabad.

Þær áætlanir fóru út um þúfur er 220 farþegar vélarinnar þurftu að bíða í rúmar tvær klukkustundir eftir síðustu farþegum vélarinnar; þeim Rehman Malik, fyrrverandi innanríkisráðherra Pakistan og stjórnmálaleiðtoganum Ramesh Kumar.

Í einu af myndböndunum, sem sjá má hér að neðan má heyra hvernig farþegarnir hreyta, í mennina fúkyrðum er þeir ganga niður landganginn í átt að flugvélinni. „Malik Sahab, þú ert ekki ráðherra lengur. Og þó að svo væri, okkur er nákvæmlega sama!“ kölluðu farþegarnir. „Þú ættir að snúa við og biðja farþegana afsökunar Malik Shahab,“ bættu þeir við.

Mennirnir ákváðu því að yfirgefa flugvélina og samkvæmt þarlendum fjölmiðlum voru flugmenn vélarinnar ávíttir fyrir að tefja vélina á þeim forsendum að „þjóðfélagsstaða einstakra farþega á ekki að hafa áhrif á flugáætlanir.“


Rehman Malik thrown off flight by passengers... by minator90210
PML(N) minorities MNA Dr. Ramesh Kumar Vankwani... by minator90210



Fleiri fréttir

Sjá meira


×