Handbolti

Argentínskur landsliðsmarkvörður í Safamýrina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nadia Bordon mun verja mark Fram á næstu leiktíð.
Nadia Bordon mun verja mark Fram á næstu leiktíð. Mynd/Fram
Lið Fram í Olís deild kvenna í handbolta hefur samið við argentínska landsliðsmarkvörðinn Nadiu Bordon. Henni er ætlað að fylla skarð Sunnevu Einarsdóttur sem er farin til Noregs.

Bordon, sem er 26 ára, skrifaði undir tveggja ára samning við Safamýrarliðið.

Ljóst er að Bordon verður mikill fengur fyrir Framara, en hún hefur leikið yfir 40 landsleiki fyrir Argentínu. Bordon lék síðast með S.A. Quilmes í heimalandinu, en hún hefur einnig leikið á Ítalíu.

Framarar ætla sér stóra hluti í vetur, en Stefán Arnarsson, sem gerði Valskonur að Íslandsmeisturum í vor, er tekinn við liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×