Fótbolti

Argentínsk þrenna í sigri Juventus

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Higuaín er kominn 12 mörk í ítölsku úrvalsdeildinni.
Higuaín er kominn 12 mörk í ítölsku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Argentínumaðurinn Gonzalo Higuaín skoraði tvívegis þegar Juventus endurheimti fjögurra stiga forskoti á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar með 3-0 sigri á Bologna í kvöld.

Roma minnkaði forskot Juventus niður í eitt stig með sigri á Genoa í dag en nú munar eftir sigur Juventus í kvöld aftur fjórum stigum á liðunum. Juventus á að auki leik til góða á Roma.

Higuaín kom Juventus yfir á 7. mínútu og fjórum mínútum fyrir hálfleik tvöfaldaði landi hans, Paulo Dybala, forskotið af vítapunktinum.

Higuaín skoraði svo þriðja Juventus á 55. mínútu og gulltryggði sigur ítölsku meistaranna.

Fyrr í kvöld vann AC Milan 1-0 sigur á Cagliari. Carlos Bacca skoraði sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok.

Milan er í 5. sæti deildarinnar með 36 stig.


Tengdar fréttir

Rómarliðin unnu bæði

Roma minnkaði forskot Juventus á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar niður í eitt stig með 0-1 útisigri á Genoa í dag.

Fyrsta tap Udinese í einn og hálfan mánuð

Emil Hallfreðsson og félagar í ítalska úrvalsdeildarliðinu töpuðu á grátlegan hátt fyrir Inter á heimavelli í dag. Lokatölur 1-2, Inter í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×