Enski boltinn

Arftaki Lamberts fundinn?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Graziano Pelle var iðinn við kolann hjá Feyenoord.
Graziano Pelle var iðinn við kolann hjá Feyenoord. Vísir/Getty
Southampton hefur fest kaup á ítalska framherjanum Graziano Pelle frá hollenska liðinu Feyenoord. Pelle gerði þriggja ára samning við Dýrlingana en talið er að kaupverðið sé í kringum 10 milljónir evra.

Ronald Koeman, nýráðinn þjálfari Southampton, þekkir til Ítalans en hann undir hans stjórn hjá Feyenoord undanfarin tvö tímabil.

Pelle, sem verður 29 ára á þriðjudaginn, skoraði 23 mörk fyrir Feyenoord á síðustu leiktíð og var næstmarkahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar á eftir íslenska landsliðsmanninum, Alfreð Finnbogasyni.

Alls skoraði Pelle 55 mörk í 66 leikjum fyrir Feyenoord, en honum er ætlað að fylla skarð Rickies Lambert sem var seldur til Liverpool í byrjuni júní.


Tengdar fréttir

Koeman tekur við Southampton

Southampton staðfesti rétt í þessu að Hollendingurinn Ronald Koeman myndi taka við liðinu af Mauricio Pochettino.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×