Innlent

Arftaki Baldurs fær leyfi

Vísir/Óskar
Innanríkisráðuneytið hefur fellt úr gildi bann samgöngustofu við innflutning á norskri ferju sem Sæferðir í Stykkishólmi hafa keypt til að leysa Breiðafjarðarferjuna Baldur af hólmi. Baldur hefur verið seldur til Portúgal og á að afhendast nýjum kaupendum innan fáeinna vikna.

Ráðuneytið féllst á skýringar í kæru Sæferða vegna bannsins þannig að nýja ferjan leggur af stað til landsins á næstunni. Hún átti að vera löngu komin og í rekstur, því Baldur leysir nú Vestmannaeyjaferjuna Herjólf af hólmi á meðan hún er í slipp. Því hafa ekki verið ferjusiglingar yfir Breiðafjörð síðan snemma í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×